Bournemouth 2 – 0 Arsenal
1-0 Ryan Christie(’70)
2-0 Justin Kluivert(’79, víti)
Arsenal er búið að tapa sínum fyrsta leikl í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eftir leik við Bournemouth í dag.
Leikið var á Vitality vellinum en það voru heimamenn sem fögnuðu 2-0 sigri að þessu sinni.
Arsenal spilaði manni færri alveg frá 30. mínútu en William Saliba fékk þá beint rautt spjald fyrir að brjóta á Evanilson sem var að sleppa einn í gegn.
Bournemouth komst yfir á 70. mínútu með marki Ryan Christie og stuttu seinna var staðan orðin 2-0.
Justin Kluivert skoraði þar af vítapunktinum en dæmt var á David Raya, markvörð Arsenal, og lokatölur, 2-0.