fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Davíð sýnir tennurnar og hjólar í fyrrum forseta – „Allt það sem gerðist í lífi merki­leg­asta manns, sem Ólaf­ur hef­ur kynnst, hon­um Ólafi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 19. október 2024 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur tekið saman brot úr dagbókum sem hann hélt á meðan deilurnar um fjölmiðlalögin og Icesave stóðu sem hæst. Þessi brot birti hann í nýrri bók sinni, Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave, sem kom út á dögunum, .

Þar fer hann meðal annars hörðum orðum um Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins.

Meðal annars skrifar Ólafur:

„Samtal mitt við DO hér á Bessastöðum 17. maí sýndi mér ótvírætt að hann virðir ekki lengur neinar stjórnarfarsreglur eða siðalögmál; er með puttana í lögreglu- og skattarannsóknum, hótar, er með dylgjur, ósvífni, nánast eins og í þriðja heims landi þar sem valdið og ógnin ráða öllu, lán að hann hefur ekki her eða leynilögreglu til að beita. Hugsar og hegðar sér eins og fasisti, valdið réttlætir allt.“

Sjá nánar: Ólafur Ragnar fer hörðum orðum um Davíð

Um Ólaf er fjallað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag, og má leiða líkur að því að skrifin stafi frá ritstjóranum. Hann byrjar bréfið á því að rekja að auðkýfingurinn Elon Musk hafi ausið peningum í framboð Donald Trump. Ritari Reykjavíkurbréfs sér fyrir sér að gera hið sama, hefði hann jafn djúpa vasa og Musk.

„Senni­lega hefðu þess­ar ófrum­legu vanga­velt­ur verið sagðar lík­ast­ar því, að vera vel hand­an við ímynd­un­ar­afl okk­ar flestra, þar til fyr­ir skömmu. En þá gæti maður óhrædd­ur bjargað sér eins og hver ann­ar Ólaf­ur með því að koma sér upp dag­bók og færa inn í hana allt sem dagdraum­arn­ir gátu ekki skaffað, þar og þá sæi hann fyr­ir allt það sem gerðist í lífi merki­leg­asta manns, sem Ólaf­ur hef­ur kynnst, hon­um Ólafi.

En hann, og þeir Ólaf­ur báðir, hika ekki við að slefa upp sög­ur „vina sinna“, sem héldu að þeir væru vin­ir hans, um hvaða kjafta­sög­ur höfðu verið að ger­ast þá, sem þeir kjöft­óttu fréttu í trúnaði og hlupu til af því að þeir héldu að Ólaf­ur væri vin­ur þeirra, og það yrði allt sam­an satt sam­kvæmt mæli­stiku Ólafs, sem er þó æði bog­in.

Og sá er svo ör­lát­ur að hann hik­ar ekki við að hengja kjaftask­ana öf­uga upp á þar til gerðar snúr­ur, þar sem þeir dingla enn sér til háðung­ar. Og þeir mega ekki gleyma því að þessa vin­semd hefði Ólaf­ur R. einn getað trakt­erað menn eins og þá um, hann sem þeir kölluðu vin sinn, sem þeir voru, en bara á meðan bun­an stóð upp úr þeim, en þegar punkt­ur hafði verið sett­ur eft­ir hana áttuðu þeir sig kannski loks á því, að maður­inn sá var ein­ung­is að viðra fyr­ir­litn­ingu sína á þeim, sem hann taldi, þegar hann horfði í speg­il­inn í 18. sinn fyr­ir há­degi, að myndu sýna yf­ir­burði sína og snilli.“

Davíð segir að sönnu vinir Ólafs séu hinir svokölluðu útrásarvíkingar. Þeir rati ekki í dagbækurnar, eða „slúðurbækurnar“ eins og þær eru kallaðar í Reykjavíkurbréfi. Líklega sé Ólafur að gefa út þessar dagbækur sínar til að sannfæra fólk um að hann sé ekki að skálda afrek sín. Ólafur sé hreint ekki að láta allt flakka, heldur bara það sem kemur honum sjálfum ekki illa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar