Raphael Varane er mættur í stjórnina hjá Como í Seriu A á Ítalíu. Þetta hefur verið staðfest.
Varane samdi við Como í sumar og ætlaði að vera leikmaður liðsins.
Hann kom þá frítt frá Manchester United þar sem samningur hans var á enda.
Varane meiddist hins vegar fljótlega og ákvað þá að leggja skóna á hilluna, hann hefur verið mikið meiddur síðustu ár.
Varane átti magnaðan feril en hann fer nú á skrifstofuna og verður í stjórn Como.
🚨🇫🇷 Raphael Varane has been appointed as a new board member for Como, all signed.
The decision has been confirmed after his retirement. pic.twitter.com/9JhLgjoIo8
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 19, 2024