Tottenham gekk frá West Ham í síðari hálfleik í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Mohammed Kudus lét reka sig af velli hjá West Ham.
West Ham komst yfir í leiknum en það var Kudus sem gerði það. Dejan Kulusevski jafnaði leikinn fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleikur var á enda.
West Ham missti hausinn í síðari hálfleik en Son Heung-min og Yves Bissouma skoruðu og þá var eitt skráð sem sjálfsmark á Alphonse Areola.
Það var svo undir restina á leiknum sem Kudus ákvað að slá tvo leikmenn í andlitið og var réttilega rekinn af velli.
Tottenham hefur vantað stöðugleika í ár en Julen Lopetegui stjóri West Ham er í alvöru vandræðum.
Sjáðu höggin sem Kudus gaf.
Kudus catching 3 bodies on the pitch then hitting the tunnel skskksksksksks pic.twitter.com/Y0CzKaB28i
— shizelle. (@shizelle_) October 19, 2024