fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Fyrrum Sjálfstæðismaður býður fram krafta sína fyrir Samfylkinguna

Eyjan
Laugardaginn 19. október 2024 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna, en hann studdi áður Sjálfstæðisflokk og sat í 14. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður  í Alþingiskosningunum 2013.

Hannes segir í fréttatilkynningu: „Eftir allmargar áskoranir undanfarið ár hef ég tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir Samfylkinguna. Ég gef kost á mér á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 30. nóvember næstkomandi og sækist ég eftir því að vera í öðru af tveimur efstu sætum listans.“

Líklega komi það sumum á óvart að hann, fyrrum Sjálfstæðismaðurinn, sé kominn yfir í Samfylkinguna.

„Það má kannski segja að ég hafi verið landlaus krati í flokki sem ég var á báðum áttum með hvort ég ætti heima í eða ekki. Núna er nokkuð síðan að ég sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Og staðreyndin er einfaldlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengst á meðan Samfylkingin hefur breikkað og opnað faðminn.

Með nýrri forystu Samfylkingar hefur flokkurinn hrist upp í pólitíkinni og fært jafnaðarflokkinn aftur nær fólkinu í landinu. Ég tel að við sem þjóð þurfum á traustri forystu að halda á þessum tímum sem við lifum. Samfylkingin býður upp á opinská stjórnmál og nýtt upphaf fyrir Ísland. “

Hannes segist hafa mikla trú á samfélagi og þjóð, en mikið þurfi að laga og bæta. Hann telur að reynsla hans úr körfuboltanum og íþróttahreyfingunni muni gagnast honum vel, en þar eru mismunandi skoðanir leiddar til lykta með samtali, samvinnu og samsamstarfi.

„Mín helstu áherslumál eru eftirfarandi:

    • • að vera fulltrúi fólksins – ég lít á þingmennskuna sem þjónustuhlutverk við almenning og alla íbúa Norðvesturkjördæmis,
    • • íþróttir og æskulýðsmál,
    • • málefni unga fólksins okkar í dag á víðum grunni,
    • • heilbrigðismál – ekki síst jafnt aðgengi óháð búsetu,
    • • samgöngumál
    • • og að vera traustur fulltrúi Norðvesturkjördæmis, eiga virkt samtal við fólkið í kjördæminu og finna leið til að geta verið í sem mestum samskiptum við sem flesta á svæðinu á hverju tíma.“

Hannes segist stoltur af því að búa í landi þar sem fólk fær að skiptast á skoðunum og kjósa þann flokk og einstaklinga sem þjóðin telur best til þess fallna á hverjum tíma til að leiða þjóðina áfram.

„Við Samfylkingarfólk stefnum á að ná inn tveim þingmönnum að lágmarki hér í Norðvesturkjördæmi og þurfum því á stuðningi þínum að halda til að breytingar verði á stjórn landsins.

Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og nánasta vinahring fyrir ráðgjöf, spjall og pælingar undanfarna mánuði varðandi þessi næstu skref hjá mér á pólitíska sviðinu.

Ég er til þjónustu reiðubúinn fyrir Ísland, fólkið í landinu og hlakka til að vinna að hagsmunum okkar íbúa Norðvesturkjördæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi