fbpx
Laugardagur 19.október 2024
Eyjan

Snorri Másson sækist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík – „Mér hefur liðið skringilega að undanförnu“

Eyjan
Laugardaginn 19. október 2024 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson ætlar að sækjast eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi kosningum. Frá þessu greinir Snorri á miðli sínu, ritstjori.is.

„Mér hefur liðið skringilega að undanförnu,“ skrifar Snorri og rekur að hann hafi í starfi sínu sem blaðamaður öðlast skýra sýn á samfélagsmál og stjórnmál. Þetta hafi hann ekki farið í felur með, enda með sterkar skoðanir. Hann ætlaði sér ekki að gera neitt sérstakt í þessum skoðunum, enda enn ungur og ekkert að flýta sér.

„Minn tími mun koma – einhvern tímann seinna. Og svo gerist það, að upp rennur sunnudagurinn 13. október, þar sem er fyrirvaralaust boðað til kosninga til Alþingis. Og það má segja að þá einfaldlega verði mér ljóst, eins og í einu vetfangi, segi ég einlæglega, að hugsanlega, mögulega, sennilega sé þetta tíminn. Að þessi tími sem ég er að tala um að geti runnið upp sé runninn upp.“

Íslenskan í hættu

Snorri segir að nú sé örlagatími í sögu þjóðar. Bæði út af þrýstingi frá örum breytingum nútímans og harðnandi hugmyndabaráttu. Þennan þrýsting þurfi Ísland að standa af sér.

Nefnir Snorri sem dæmi að hann telur íslenska tungumálinu stafa ógn af „wokeisma“ og pólitískum rétttrúnaði. Ríkisstjórnin hafi brugðist þjóðinni af ótta við aktívista. Án tungumálsins okkar séum við ekki þjóð.

„Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum.“

Hallarekstur megi rekja til tilgangslausra og skaðlegra verkefna og ríkisvaldið haldi aftur að borgurum með því að þvælast fyrir athafna- og málfrelsi.

„Íslensk stjórnvöld eiga ekki að berast með straumi sturlaðrar hugmyndafræði og fórnarlambsdýrkunar sem hefur því miður þegar grafið um sig á öllum stigum, ekki síst í skólakerfinu þar sem prédikað er yfir saklausum börnum að þau séu verri eða betri eftir því hversu mikilla „forréttinda“ þau njóta út frá húðlit, uppruna, vegna foreldra sinna eða jafnvel út frá kynferðismálum.“

Annað mál sé fæðingartíðni sem sé hrunin á Íslandi. Það sé grafalvarlegt, og svo séu það Evrópumálin þar sem Ísland eigi á hættu að glata fullveldi sínu.

Miðflokkurinn fyrir heilbrigða skynsemi

„Að mínu mati er Miðflokkurinn það stjórnmálaafl sem er langlíklegast til þess að standa vörð um heilbrigða skynsemi í íslenskum stjórnmálum. Það hefur sýnt sig á síðustu árum í meiri háttar hagsmunamálum fyrir Íslendinga og ég er þess fullviss að svo verði áfram og jafnvel mun meira á komandi tímum. Miðflokkurinn er, eins og ég sé hann, skynsemisflokkur sem þó er einnig rómantískur í sínu innsta eðli. Og rómantík er snar þáttur í þeirri sjálfstæðisbaráttu sem er fram undan og ég þreytist ekki á að nefna. Af þeim sökum tilkynni ég hér með að ég sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Ég hef lýst þeim vilja mínum fyrir viðeigandi yfirvöldum innan flokksins og bind vonir við að þau komist að niðurstöðu von bráðar. Fari það allt saman mér í hag, verða skiljanlega gagngerar breytingar á þessari starfsemi hér en þó langt í frá þannig að ég hafi sagt mitt síðasta orð á þessum vettvangi. Við sjáumst heil og minnum hér í lokin á það sem hafa verið kjörorð fréttaþáttarins, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Sumt breytist aldrei. Guð blessi ykkur og áfram Ísland.“

Langa og ítarlega framboðstilkynningu Snorra má lesa í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Varð fyrir árás NoBorders-liða og RÚV neitaði að fá hana í viðtal – „Við sitjum þarna saman á Te & Kaffi og þá tryllist einstaklingur inni á kaffihúsinu“ 

Varð fyrir árás NoBorders-liða og RÚV neitaði að fá hana í viðtal – „Við sitjum þarna saman á Te & Kaffi og þá tryllist einstaklingur inni á kaffihúsinu“ 
Eyjan
Í gær

Uppstilling á öllum listum Viðreisnar

Uppstilling á öllum listum Viðreisnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

TikTok-gæti skipt sköpum í komandi kosningum – En hvernig eru flokkarnir að nýta sér miðilinn?

TikTok-gæti skipt sköpum í komandi kosningum – En hvernig eru flokkarnir að nýta sér miðilinn?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn