Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann.
Þetta var staðfest í gær en Marinakis var bálreiður í lok september eftir leik Forest við Fulham.
Marinakis vildi sjá tvær vítaspyrnur dæmdar fyrir sitt lið og lét í sér heyra eftir lokaflautið.
Enska knattspyrnusambandið hefur farið vel yfir málið og má Marinakis nú ekki mæta á næstu fimm leiki Forest.
Nuno Espirito Santo, stjóri Forest, var einnig dæmdur í þriggja leikja bann fyrir hegðun sína í 2-2 jafntefli við Brighton.