Sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Mikael Nikulásson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þetta skiptið.
Það var komið inn á ráðningu Thomas Tuchel í starf landsliðsþjálfara Englands í þættinum.
„Ég hef trú á honum. Við sáum hvernig hann var með Chelsea um árið, hann er góður að stilla upp í staka leiki,“ sagði Hrafnkell.
Mikael telur að Tuchel endist ekki lengi í starfi en að ekki hafi verið betri enskur kostur á borðinu, en margir þar ytra eru ósáttir við að landsliðsþjálfarinn sé útlenskur.
„Það er umhugsunarefni hvað breskir þjálfarar eru rosalega langt á eftir í fræðunum. Það kemur ekki einn upp í hugann á mér,“ sagði Mikael.
„Ég held að þessi umræða eigi ekki rétt á sér því ég held að sá maður sé ekki til.“
Umræðan í heild er í spilaranum.