Stjórnarformaður Bayer Leverkusen hefur viðurkennt það að hann hafi rætt við Jonathan Tah í sumar um sölu til Bayern Munchen.
Tah vildi komast til Bayern sem sýndi mikinn áhuga en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum sem kom í raun mörgum á óvart.
Carro vildi ekki selja eigin leikmenn til keppinauta í Þýskalandi en Leverkusen vann deildina á síðustu leiktíð án þess að tapa leik.
Tah vildi þrátt fyrir það semja við Bayern en Carro tók það ekki í mál að selja varnarmanninn til Bayern sem hefur verið sterkasta lið Þýskalands í mörg ár.
,,Það er gefið að ég vilji ekki styrkja okkar keppinauta í okkar eigin deild með okkar bestu leikmönnum,“ sagði Carro.
,,Sem dæmi þá sagði ég það við Jonathan Tah; ég get skilið að þú viljir fara frá okkur en það væri betra að velja lið sem er ekki í Þýskalandi.“