Emile Smith-Rowe yfirgaf Arsenal í sumar og samdi við Fulham en hann er uppalinn hjá því síðarnefnda.
Smith-Rowe hefur glímt við þónokkur meiðsli á ferlinum og fékk að lokum ekki þær mínútur sem hann vildi á Emirates.
Englendingurinn segir að það hafi verið best fyrir sjálfan sig að kveðja Arsenal – eitthvað sem margir stuðningsmenn voru óánægðir með.
,,Síðustu tvö tímabil fékk ég ekki að spila eins mikið og ég vildi og ég hugsaði alltaf með mér að ég vildi finna fyrir þessari ánægju aftur,“ sagði Smith-Rowe.
,,Stundum þarftu að hugsa um hvað sé best fyrir þig. Félagið er alltaf í fyrsta sæti en ég þarf líka að vera ánægður.“
,,Þetta er líklega erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka en ég ræddi við fjölskyluna og við ákváðum að þetta væri best fyrir mig.“