fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Jasmina vill leiða Viðreisn í Suðurkjördæmi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2024 17:14

Jasmina Crnac

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jasmina Crnac hefur tilkynnt að hún sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Oddviti flokksins í kjördæminu og eini þingmaður hans þar er Guðbrandur Einarsson en ekki hefur komið fram hvort hann sækist eftir því að leiða listan áfram. Jasmina Crnac er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ en hún kom upphaflega til Íslands á 10. áratug síðustu aldar sem flóttamaður en hefur búið hér og starfað síðan. 

Tilkynning hennar fer hér á eftir í heild sinni:

Ég heiti Jasmina Vajzovic Crnac og ég er ástríðufullur talsmaður Viðreisnar. Ég er reiðubúin að leiða lista
Viðreisnar í Suðurkjördæmi og vinna með fólki að málefnum sem ég brenn fyrir á sviði mannréttinda, efnahags, atvinnulífs, jafnréttis, velferðar og menntunar.

Ég kem upphaflega frá Bosníu og Hersegóvinu og varð flóttamaður á meðan stríðið í Bosníu stóð yfir. Ég flutti síðan til Íslands árið 1996 sem innflytjandi. Ég veit að mín rödd og mín persónuleg reynsla sem barn á flótta og innflytjandi frá landi með marga ólíka þjóðfélagshópa muni vera dýrmæt á Alþingi Íslendinga.

Ég er stjórnmálafræðingur að mennt með diplómu í opinberri stjórnsýslu. Ég er eigandi IZO ráðgjöf sem veitir ráðgjöf og fræðslu þegar kemur að innflytjendum og flóttafólki. Ég starfa við að upplýsa, fræða og veita ráðgjöf bæði fyrirtækjum í atvinnulífinu, stofnunum rikis og sveitafélaga, félagsamtökum ofl.

Ég er mikill leiðtogi í mér og ég er óhrædd að takast á við erfið mál. Síðast starfaði ég sem leiðtogi Alþjóðateymis Reykjavikurborgar þar sem ég var með yfir 60 starfsmenn í vinnu og veitti og þróaði þjónustu við flóttafólk. Ég hef tekið þátt í stjórnmálum og hef setið sem varabæjarfulltrúi í sveitastjórn Reykjanesbæjar. Ég hef sinnt mörgum trúnaðarstörfum þar og setið í stjórnum og nefnum á vegum sveitafélagsins í tvo kjörtímabil. Jafnfram hef ég sinnt trúnaðarstöfum stjórnmálaflokks, bæði í sveitarfélaginu, svæðisfélaginu og á landsvísu. Ég hef staðið í baráttu fyrir opnara samfélagi þar sem kraftar okkar allra geta fengið að blómstra óháð þjóðerni, uppruna, fækkunar, kyni og svo framvegis. Ég trúi á fjölbreytileika og rétt einstaklings.

Ég trúi staðfastlega á hlutverk og gildi Viðreisnar sem er Evrópusinnaður, frjálslyndur og einkaframtaks sinnaður flokkur og er fús til að leggja fram færni mína, þekkingu og eldmóð til að auka enn frekar áhrif og umfang flokksins okkar. Með því að gefa kost á mér í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi er ég staðráðin og mjög metnaðarfull að starfa af heilindum með inngildandi og stefnumótandi sýn til að styðja við árangur flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“

Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“