Eldur kom upp í bílskúr við íbúðarhús í vesturbæ Reykjavíkur fyrir stuttu. DV hefur undir höndum myndband af brunanum sem tekið var áður en slökkvilið kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá töluverðan öld og lögreglumenn banka á dyr íbúðarhússins.
Samkvæmt frétt Vísis er búið að slökkva eldinn og unnið er að reykræstingu en ekki er vitað hversu skemmdur bílskúrinn er eftir brunann. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.