Dani er króatískur körfuboltamaður og spilar með KR á Íslandi.
Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gellukast, sem Brynhildur heldur úti ásamt Söru Jasmín, segist Brynhildur ánægð að vera komin á klakann.
„Við tókum pásu [frá þáttagerð]út af því Brynhildur var í Króatíu,“ segir Sara Jasmín. „Það eru svo margir sem halda að þú búir ennþá úti.“
Brynhildur og Dani eignuðust dóttur í desember í fyrra.
Sjá einnig: Brynhildur Gunnlaugs orðin mamma – Hélt meðgöngunni leyndri
„Það er ógeðslega næs að vera í Króatíu en ég var allt of lengi. Út af því það er svo heitt þá þurfti ég alltaf að vera inni því [dóttir mín] er svo lítil. En ég er komin til að vera,“ segir Brynhildur.
Hún segir það ekki rétt það sem margir halda; að hún hafi flutt til Króatíu. Fjölskyldan dvaldi þar bara í sumar. Hún kveðst ekki ætla að endurtaka leikinn á næsta ári.
„Ég verð alltaf á Íslandi á veturna og meira að segja næsta sumar líka. Ég er búin að ákveða að ég nenni ekki að vera þarna aftur.“ segir Brynhildur og bætir við að þó sumarið í Króatíu hafi verið æðislegt þá langi hana að leyfa dóttur sinni að upplifa einnig íslenskt sumar.
„Ég er komin til að vera,“ segir hún.
Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn með Brynhildi og Söru Jasmín hér að neðan.