fbpx
Föstudagur 18.október 2024
Fréttir

Rannsókn hætt á meintu misferli Vítalíu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2024 19:30

Vítalía Lazareva Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hætt rannsókn á fyrrverandi starfsmanni Lyfju sem var kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Nútíminn greinir frá þessu  og hefur fengið staðfest í tölvupósti frá embættinu.

Starfsmaðurinn sem var kærður er Vítalía Lazareva. Hún vakti landsathygli árið 2021 er hún steig fram í viðtali í hlaðvarpi Eddu Falak og sakaði þjóðþekkta athafnamenn um kynferðislega áreitni í heitum potti í sumarbústað.

Hún kærði mennina síðar fyrir áreitni og þeir kærðu hana fyrir tilraun til fjárkúgunar. Þau mál voru einnig felld niður.

Varðandi uppflettingarnar í lyfjagátt hefur Nútíminn einnig fengið svör frá Persónuvernd varðandi aðkomu embættisins að málinu: „Þar segir að Persónuvernd hafi lokið frumkvæðisathugun sinni með ákvörðun þann 27. júní 2023. Sú ákvörðun hefur ekki litið dagsins ljós fyrr en nú en í henni kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki gert viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja vðunandi öryggi persónuupplýsinga i lyfjaávísanagátt. Lagði stofnunin fyrir embættið að slíkt yrði gert í því skyni að varna gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum úr lyfjaávísanagátt,“ segir í frétt Nútímans.

Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanlegt ofbeldismál skekur Vopnafjörð – „Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar“

Óhugnanlegt ofbeldismál skekur Vopnafjörð – „Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar var bekkjarfélagi Sigríðar í grunnskóla: „Reynsla margra samnemenda okkar Sigríðar var allt önnur og verri en okkar“

Ragnar var bekkjarfélagi Sigríðar í grunnskóla: „Reynsla margra samnemenda okkar Sigríðar var allt önnur og verri en okkar“
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi yfir manni sem var ákærður fyrir rangar sakargiftir gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni

Landsréttur sneri við dómi yfir manni sem var ákærður fyrir rangar sakargiftir gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngir dóm yfir starfsmanni grunnskóla sem hafði ítrekað samræði við 14 ára nemanda

Landsréttur þyngir dóm yfir starfsmanni grunnskóla sem hafði ítrekað samræði við 14 ára nemanda
Fréttir
Í gær

Sex rússneskir liðhlaupar fengu tímabundið dvalarleyfi í Frakklandi

Sex rússneskir liðhlaupar fengu tímabundið dvalarleyfi í Frakklandi
Fréttir
Í gær

Rússneskur hermaður kom heim og drap fyrrum unnustu sína – Hún móðgaði Pútín

Rússneskur hermaður kom heim og drap fyrrum unnustu sína – Hún móðgaði Pútín