CNN greinir frá þessu.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru hinir mestu mátar og hittust þeir til að mynda í Pyongyang í sumar þar sem þeir áttu, að því er virðist, árangursríkan fund. Komust þeir meðal annars að samkomulagi um það að ef ráðist yrði á annað hvort ríkið myndi hitt ríkið koma því til aðstoðar.
Yonhap-fréttaveitan í Suður-Kóreu hefur eftir heimildarmönnum innan raða leyniþjónustunnar að hermennirnir hafi þegar verið sendir úr landi.
Norðurkóreski herinn er einn sá stærsti í heimi, með liðsafla upp á 1,2 milljónir hermanna, en bent er á það í frétt CNN að hermennirnir séu reynslulitlir og óvíst sé hversu vel þjálfaðir þeir séu. Spurningarmerki hafi þar af leiðandi verið sett við það að hversu miklu gagni þeir koma Rússum.
Rússar hafa staðfastlega neitað því að njóta aðstoðar Norður-Kóreumanna í stríðinu í Úkraínu. Það gerðist í kjölfar þess að fjölmiðlar í Úkraínu greindu frá því að sex norðurkóreskir hermenn hefðu fallið í átökum í Donetsk-héraði þann 3. október síðastliðinn.