Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football fullyrðir að Age Hareide verði rekinn sem landsliðsþjálfari í nóvember, hann heldur þessu fram eftir samtöl sín í vikunni.
Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem stjórn KSí getur nýtt sér í nóvember. 433.is hefur fengið nokkrar ábendingar þess efnis undanfarna daga um að Hareide sé valtur í sessi og Hjörvar segir þetta muni gerast.
„Það vita þetta allir nema þú elsku Åge,“ heitir þátturinn sem Hjörvar gaf út í dag.
Meira:
Utan vallar: Latur Norðmaður sem ætti að víkja fyrir augljósum kosti
„Það virðiast allir vita að leikirnir í nóvember séu þeir síðustu hjá Age Hareide, nema Hareide sjálfur. Ég átti samtöl á mánudag og þriðjudag, og svo einn sem er mjög nálægt þessu í gær. Hann sagði mér að hann væri out í nóvember,“ sagði Hjörvar í þætti sínum í dag.
Eyþór Wöhler framherji KR segist hafa heyrt sömu sögu og segist hafa talað við menn nálægt liðinu.
„Ég hef heyrt frá mörgum nálægt landsliðinu að þetta séu seinustu leikirnir hans í nóvember, áreiðanlegar heimildir,“ sagði Eyþór.
Hareide tók við landsliðinu um mitt síðasta ár og hefur árangurinn verið ágætur á köflum en vantað hefur stöðugleika.