Stefán Gunnarsson sviðsstjóri markaðssviðs hjá KSÍ útskrifaðist nýlega úr MESGO meistaranámi (Executive Master in Sports Governance), en námið er skipulagt og starfrækt í samstarfi Háskólans í Limoges í Frakklandi og Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA).
MESGO námið snýr að stjórnun og útbreiðslu íþrótta, þeim áskorunum sem íþróttir í heiminum standa frammi fyrir með breytingum á starfsumhverfi þeirra og hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu íþróttastarfs.
MESGO námið er fyrir stjórnendur sem starfa á sviði íþrótta og stendur yfir í 2 ár með vinnustofum víða um heim. Lokaverkefni Stefáns sneri að stefnumótun kvennaknattspyrnu í Mið Austurlöndum.