Sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Mikael Nikulásson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þetta skiptið.
Börkur Edvardsson hætti á dögunum sem formaður knattspyrnudeildar Vals, en hann hafði unnið sjálfboðastarf fyrir félagið í yfir 20 ár.
„Það verður sjónarsviptir af honum. En ég held að það sé komin þreyta í þetta innan Vals. Ég var búinn að heyra að það væru einhverjir til í að koma inn í þetta gegn því að hann færi út,“ sagði Mikael.
„Hann var búinn að fá að taka margar ákvarðanir þarna einn, vann sér það inn. Valur vill víst fara í að yngja liðið upp og fá inn yfirmann knattspyrnumála og fleira,“ sagði Hrafnkell um málið.
Mikael tók til máls á ný og sagði árangur Vals undanfarið ekki boðlegan.
„Ég er nokkuð viss um að þetta sé langdýrasti hópurinn í deildinni, þið sjáið leikmennina sem eru þarna. Árangurinn er hlægilegur miðað við það.“
Hrafnkell tók undir þetta.
„Það er enginn ungur leikmaður að komast í gegn þarna. Þetta er rosalega gamall hópur. Ég sé ekki hvernig á að umturna því á stuttum tíma,“ sagði hann.
„Þetta er bara þvæla, meðalaldurinn á þessu liði,“ sagði Mikael að endingu um málið.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar