fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Telur árangurinn vonlausan og segir frá því sem hann heyrði frá Hlíðarenda – „Þetta er bara þvæla“

433
Laugardaginn 19. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Mikael Nikulásson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þetta skiptið.

Börkur Edvardsson hætti á dögunum sem formaður knattspyrnudeildar Vals, en hann hafði unnið sjálfboðastarf fyrir félagið í yfir 20 ár.

„Það verður sjónarsviptir af honum. En ég held að það sé komin þreyta í þetta innan Vals. Ég var búinn að heyra að það væru einhverjir til í að koma inn í þetta gegn því að hann færi út,“ sagði Mikael.

video
play-sharp-fill

„Hann var búinn að fá að taka margar ákvarðanir þarna einn, vann sér það inn. Valur vill víst fara í að yngja liðið upp og fá inn yfirmann knattspyrnumála og fleira,“ sagði Hrafnkell um málið.

Mikael tók til máls á ný og sagði árangur Vals undanfarið ekki boðlegan.

„Ég er nokkuð viss um að þetta sé langdýrasti hópurinn í deildinni, þið sjáið leikmennina sem eru þarna. Árangurinn er hlægilegur miðað við það.“

Hrafnkell tók undir þetta.

„Það er enginn ungur leikmaður að komast í gegn þarna. Þetta er rosalega gamall hópur. Ég sé ekki hvernig á að umturna því á stuttum tíma,“ sagði hann.

„Þetta er bara þvæla, meðalaldurinn á þessu liði,“ sagði Mikael að endingu um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Í gær

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Í gær

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
Hide picture