Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að hlutirnir hjá Manchester United muni lagast, hann sakar blaðamenn um lygar.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ten Hag síðustu daga en hann segist aldrei hafa óttast um stöðuna sína.
„Lætin koma úr fjölmiðlum, sumir ykkar hér eru að búa til sögur. Búa til ævintýri, búa til læti, búa til lygar,“ skrifaði Ten Hag.
🎥-🔴 Erik ten Hag SLAMS the media for creating false narratives around his job during international break
🗣️ “ I told some journalists, they didn’t believe me..”
pic.twitter.com/ZhFpQQJem4— Beyond United (@BeyondUTD1) October 18, 2024
„Ég veit að allir hjá félaginu eru á sömu blaðsíðu, ég hef sagt það fyrir fríið en þið trúðuð mér ekki. Innan félagsins er ró.“
Ten Hag segist sjá bætingar hjá United þó úrslitin séu ekki á sama máli.
„Við erum að ræða stöðuna sem við erum ekki sáttir með, við verðum að laga hana. Við erum rólegir og höldum sömu leið, við erum öruggir á því að við lögum stöðuna.“
„Við vitum að fótboltinn er upp og niður, ég er öruggur á því að við náum árangri á þessu tímabili.“
„Ég sé góða hluti gerast á æfingasvæðinu, góð bæting. Við erum á réttri leið og en staðan segir þá sögu. Við erum þar sem við erum og það er ekki nógu gott.“