fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Faðir minn nauðgaði mér“ – Lögreglan trúði henni ekki fyrr en hún hafði fætt tvö börn

Fókus
Föstudaginn 18. október 2024 10:41

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konan Mandy segir hetjulega frá hrottalegu ofbeldi sem hún þurfti að þola af hendi föður síns.

TW: Lýsingar á kynferðisofbeldi

Ofbeldið byrjaði þegar hún var ellefu ára gömul. Mandy man ennþá hvernig þetta byrjaði. Það var sunnudagur og hún var í baði.

„Hann kom inn og sagði að hann væri fötin hans blaut og hann þyrfti að fara úr fötunum. Ég skildi ekki hvernig fötin hans voru blaut, ég var ekki að skvetta á hann. Hann kom ofan í baðið með mér […] hann snerti mig og gerði síðan það sem hann gerði við sig,“ segir hún í viðtali hjá Fabulous.

„Ég skildi ekki hvað væri í gangi, ég skildi ekki hvað hann var að gera og ég hélt bara áfram í baði og hunsaði þetta. Ég hélt að þetta væri eitthvað sem pabbar gera.“

Faðir Mandy var vel virtur í samfélaginu. „Mamma vann á kvöldin þannig hann hafði auðvelt aðgengi að mér. Hann braut á mér annað hvert kvöld þar til ég fór að heiman.“

Mandy segir hann hafa neytt hana til að horfa á gróft klám með sér. Þegar móðir hennar var heima svaf hún fast því hún var á svefnlyfjum, það var enginn til að stöðva ofbeldið.

„Það voru gardínutjöld með blómum í herberginu mínu. Þegar hann misnotaði mig var ég vön að telja blómin á gardínunum, ég held þau voru 625,“ segir hún.

„Ég átti tvær yngri systur sem ég þurfti að passa upp á. Á meðan hann var að gera þetta við mig þá gerði hann þetta ekki við þær.“

Eignaðist son

Ofbeldið hélt áfram í mörg ár. Þegar hún var 20 ára varð hún ólétt eftir hann.

Mandy átti leynikærasta á þessum tíma og vonaði að barnið væri hans. „Um leið og ég sá son minn vissi ég að það væri ekki raunin.“

Sonurinn fæddist með ýmsa heilsukvilla. „Læknir það vera vegna erfðaefnisins,“ segir Mandy.

„Ég kom heim af spítalanum eftir sex vikur og ofbeldið byrjaði aftur.“

Reyndi að tilkynna hann til lögreglunnar

Mandy reyndi að tilkynna föður sinn til lögreglunnar áður en hún varð ólétt. „En þeir trúðu mér ekki því hann starfaði einnig fyrir lögregluna,“ segir hún.

Hún varð ólétt aftur eftir hann. Sex mánuðum eftir fæðingu yngri sonarins flúði hún að heiman með kærasta sínum, sem er í dag eiginmaður hennar.

Hún tilkynnti föður sinn aftur til lögreglu og var hann loksins handtekinn.

„Hann játaði sekt sína fyrir sifjaspell. Ég hata þetta orð, því ég var ellefu ára. Ég var ekki í sambandi með honum. Hann var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, sat inni í átján mánuði og hélt svo áfram bara að lifa lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“