fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir þyngdarstjórnunarlyfin geta flýtt fyrir öldrun

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. október 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið um þyngdarstjórnunarlyf hérlendis síðustu misseri. Megrunarlyfin Ozempic, Wegovy og Saxenda, sem í grunninn eru sykursýkislyf, stungulyf sem notuð eru til að stýra blóðsykri en hafa einnig virkað til megrunar. Lyfin hafa verið gríðarlega vinsæl en ekki fá allir lyfin sem vilja.

Þaulreyndur einka- og styrktarþjálfari segir lyfin geta flýtt fyrir öldrun.

„Ef við erum að horfa á líkamlegt heilbrigði og að eldast heilsusamlega þá viljum við hafa þennan virka massa til staðar. Þá er ég að tala um vöðvamassa og ekki bara það að léttast, heldur til þess að létta álagi á liðum og líkamanum þá þurfum við að hafa vöðvamassa til að vernda liðina, halda okkur uppréttum, vernda beinin.

Þetta er mikið fólk sem er að nota þessi lyf sem þarf að nota þessi lyf sem er komið á miðjan aldur og upp úr miðjum aldri og þá er mjög mikilvægt fyrir þessa einstaklinga að það sé að sinna styrktarþjálfun og að það sé að sinna raunverulegri líkamsbreytingu sem sums staðar er orðin tímabær,“

segir Björn Þór Sigurbjörnsson, einka- og styrktarþjálfari í World Class og nemi í osteopatíu í viðtali í morgun í Bítinu á Bylgjunni.

Umræðan svipuð og fyrir 20 árum

Bjöddi hefur starfað sem þjálfari í yfir 20 ár. Hann segir umræðuna um að léttast ekki vera nýja af nálinni og hún virðist á pari við það sem hún var þegar hann var að byrja í bransanum fyrir 20 árum síðan. 

„Með tilliti til að við megum ekki alltaf bara horfa á kílóatöluna eina og sér, við erum með mismunandi líkamsgerðir. 

Innkoma þessara lyfja er sums staðar vel til komin þar sem þetta eru að hjálpa tilteknu hópi fólks óneitanlega. Mér finnst umræðan komin á villigötur, með tilliti til hvernig sumir fagaðilar eru að ræða um þessa hluti. Þá fer maður að setja ákveðið spurningarmerki við hvaða vinnureglur er verið að setja um hvert er verið að ávísa þessum lyfjum.“

Bandarísk rannsókn sýnir ekki góðar niðurstöður

Bjöddi bendir á bandaríska rannsókn þar sem meðalþyngdartap fólks á þyndarstjórnunarlyfjum var 23 kg á átta mánaða tímabili. 38% var missir á vöðvamassa.

„Sem er stóralvarlegur hluti að mínu mati vegna þess að það getur verið að búa til ótímabæra öldrun. Þetta lyf inniheldur ákveðin efni sem er að virkja ákveðinn stað í heilanum, sem veldur því að þú færð minni matarlyst, sumir gleyma einfaldlega að borða, hefur áhrif á blóðsykurstjórnun og þar fram eftir götunum. Þetta er að vinda ofan af efnaskiptaskekkju sem hefur verið að valda því að fólk hefur ekki getað lést.

Við erum að tala um að upp undir helmingur af þyngdartapinu er vöðvamassi og þú ert að skaða mikið brennsluna hjá þér og ekki að upphefja lífsstíllinn sem þú þarft að gera til þess að geta farið af lyfjunum. Það er erfiðara að byggja upp vöðvamassa en að missa fitu.“

Losnar fólk af lyfjunum?

Aðspurður um hvort að fólk sem er að nýta sér þyngdarstjórnunarlyf, þarf raunverulega á þeim að halda og er að nýta sér styrktarþjálfun geti einhvern tíma losnað a lyfjunum segist Bjöddi ekki vilja alhæfa yfir alla og það vera lækna að ákveða hvenær og hvort sá tími kemur.

„Það sem við þurfum að horfa í, og sumir læknar líka, er að þegar þeir ávísa þessum lyfjum þá þarf það að vera hluti af prótókólinu að hvetja fólk til þessara lífsstílsbreytinga sem er nauðsynlegur partur af þessari hækju sem þessi lyf; það er að æfa með lyfjatökunni og taka til í mataræðinu. 

Við verðum að tryggja nægilega próteininntöku. Við ættum að styðja við líkamann með að borða ekki undir 1,5 gr á hvert kíló ef þú ert að æfa. Ef við erum með minni inntöku af próteinum miðað við hvernig framboð er af fæðu gefur það augaleið hver restin er,“

segir Bjöddi, sem segir fisk, kjöt, egg, mjólkurvörur gefa bestu próteinin.

Hlusta má á viðtalið við Bjödda hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“