fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

„Ég á mér draum um að vera matvælaráðherra!“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. október 2024 07:42

Valgerður Árnadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, gefur kost á sér áfram fyrir komandi alþingiskosningar og segist eiga þann draum að verða matvælaráðherra.

„Já ég veit.. það er ekki vinsælt djobb, en ég er tilbúin að taka það á mig!

Til að klára þá baráttu að banna hvalveiðar og friða hvali við Íslandsstrendur, til að taka styrkum höndum á þeim vanda sem sjókvíaeldi er, til að móta kerfi sem hugar að velferð dýra fyrst og fremst,“ 

segir Valgerður í færslu á Facebook.

Valgerður vill breyta styrkjakerfi til bænda og annarar matvælaframleiðslu, móta skilvirkt kerfi eins og þekkist hjá öðrum Evrópuríkjum, sem veitir bændum aukin tækifæri til að ráða sjálfir hvað þeir rækta og sem hvetur til aukinnar nýsköpunar og grænna verkefna.

„Við lifum á víðsjárverðum tímum loftslagsbreytinga og stríðsátaka og við þurfum að stuðla að auknu fæðuöryggi og nota okkar grænu orku í meiri mæli til matvælaframleiðslu.

Ég hef verið varaþingmaður síðastliðin þrjú ár og fjórum sinnum veist sá heiður að taka sæti, unnið alls 3 vikur og 1 dag á þingi, en á þeim stutta tíma hef ég lagt fram frumvarp um aukna kornrækt, tvívegis lagt til tilfærslu dýraeftirlits frá Matvælastofnun til sjálfstæðs dýravelferðarsviðs og lagt fram stefnu Pírata um dýrahald og velferð dýra. Að auki hef ég lagt fram fjölda fyrirspurna er varða starfsmannaleigur, útvistun verkefna á vegum ríkisins, velferð dýra, grænmetisrækt, grænkerakost í ríkisstofnunum, um umboðsmann náttúrunnar og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.“

Valgerður segir Pírata ætla sér að vera hluti af ríkisstjórn eftir þessar kosningar, þar geti hún nýtt krafta sína til að sameina fólk, „eins og ég gerði þegar ég fékk öll helstu náttúru- og dýraverndarsamtök landsins til að taka höndum saman í hvalveiðibaráttunni.

Það er kominn tími á ríkisstjórn sem ætlar sér að byggja upp réttlátt samfélag með velferð, mannréttindi og grænar áherslur að leiðarljósi.

Við Píratar erum tilbúnir og ég er svo sannarlega tilbúin til að láta til mín taka.

Ég heiti Valgerður Árnadóttir og ég býð mig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.“

Hvetur Valgerður fólk til að kjósa í prófkjöri Pírata um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum