Lykilmenn Manchester United verða frá í dágóðan tíma en um er að ræða þá Kobbie Mainoo og Harry Maguire.
Mainoo er gríðarlega mikilvægur hlekkur í byrjunarliði United en hann spilar á miðjunni.
Maguire er kannski ekki eins mikilvægur Erik ten Hag, stjóra United, en hann meiddist í síðustu viku.
United hefur staðfest að Mainoo verði frá í nokkrar vikur vegna vöðvameiðsla og það sama má segja um Maguire.
Báðir leikmenn voru ekki á æfingasvæðinu í gær en Noussair Mazraoui, Amad Diallo og Alejandro Garnacho voru allir til taks.