fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
Pressan

Trump yngri heldur utan um „óvinalista“ föður síns fyrir næstu ríkisstjórn

Pressan
Fimmtudaginn 17. október 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Trump, Donald Trump yngri, er sagður vinna að lista yfir þá einstaklinga sem ekki mega vinna fyrir ríkisstjórn Donald Trump, nái hann kjöri í nóvember.

Á þessum lista má meðal annars finna fólk sem tengist hinu umdeilda „2025 verkefni“, en þetta er fólk sem sagði starfi sínu lausu í mótmælaskyni eftir áhlaupið á bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Eins má finna nöfn einstaklinga sem teljast ekki nægilega húsbóndahollir.

Politico segir listann minna á „óvinalistann“ sem starfsmenn ríkisstjórnar Richard Nixon héldu úti.

Með þessu lista er talið að Trump ætli að lágmarka líkurnar á því að hans eigin flokksmenn snúist gegn honum í umdeildum málaflokkum. Listinn hefur að geyma nöfn valdamikilla repúblikana sem þykja ekki nægilega öfgafullir, eða með öðrum orðum, of mjúkir.

Listinn er þó metinn sem kænskubragð fremur en blátt bann. Þetta séu skilaboð til fólks um að það sé Trump sem ræður. Mögulega er þetta eins tilraun frá framboðinu til að aftengja sig 2025 verkefninu sem er mjög umdeilt.

Nái Trump kjöri mun ríkisstjórn hans þurfa að skipa í um 4.000 embætti. Þeir sem horfa stöðurnar hýru auga þurfa því að sýna hollustu og kyssa vönd Trump og stefnumála hans.

Trump yngri sagði við Wall Street Journal að hann fari fyrir umbreytingateymi sem eigi að tryggja að enginn úlfur í sauðargæru komist í embætti.

„Það eru margir sem auðkenna sig sem repúblikana en fylgja þó straumnum því þeim dreymir um að komast í ráðgjafastöður eða álíka. Við erum að tryggja okkur. Mitt hlutverk er að koma í veg fyrir að tækifærissinnarnir komist að, miklu frekar en að handvelja einstaklinga í embætti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að Diddy hafi hefnt sín með hrottalegum hætti eftir að hún sagði hann viðriðinn morðið á Tupac

Segir að Diddy hafi hefnt sín með hrottalegum hætti eftir að hún sagði hann viðriðinn morðið á Tupac
Pressan
Í gær

Lögreglan fann poka merktan „Alls ekki poki fullur af fíkniefnum“ – Var fullur af fíkniefnum

Lögreglan fann poka merktan „Alls ekki poki fullur af fíkniefnum“ – Var fullur af fíkniefnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmið drap hana

Rúmið drap hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kántrístjarna gerði hlé á tónleikum meðan eiginkonan fæddi son – „Klikkaðasta kvöld lífs míns“

Kántrístjarna gerði hlé á tónleikum meðan eiginkonan fæddi son – „Klikkaðasta kvöld lífs míns“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svæði 51 og geimverurnar – Leyndarhjúpur og samsæriskenningar – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Svæði 51 og geimverurnar – Leyndarhjúpur og samsæriskenningar – Hvað er rétt og hvað er rangt?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað eru margar vetrarbrautir í alheiminum?

Hvað eru margar vetrarbrautir í alheiminum?