Það er frábært að þjálfa goðsögnina Cristiano Ronaldo að sögn Luis Castro sem þekkir til portúgalans.
Castro og Ronaldo unnu saman hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu en sá fyrrnefndi þjálfaði liðið en var rekinn í sumar.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Al-Nassr að vinna titla þar sem Al-Hilal er besta liðið í Sádi Arabíu og lítið fær það félag stöðvað.
,,Hlutirnir hefðu gengið öðruvísi fyrir sig án Al-Hilal en þannig er lífið,“ sagði Castro við Record.
,,Real Madrid hefur lent í því að vinna ekki titla vegna Barcelona og öfugt. Félagið hættir ekki að vera frábært því það vinnur ekki ákveðna hluti.“
,,Cristiano var og er alltaf ákveðinn í að vera sá besti. Þú sérð það á æfingasvæðinu á hverjum degi. Hann vill alltaf spila, bæta met og skora falleg mörk.“
,,Hann er svo ákveðinn í því sem hann er að gera enn þann dag í dag. Hann veit hvað fótboltinn hefur gefið sér og sýnir íþróttinni mikla ást.“