fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Segir að láta eigi mann lausan sem hafði mikil áhrif á sögu körfuboltans

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 17. október 2024 22:30

Michael Jordan hætti körfuboltaiðkun í eitt og hálft ár og átti morðið á föður hans mikinn þátt í því. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í máli manns sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi árið 1996 fyrir að myrða föður körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan hefur hvatt til þess að maðurinn fái reynslulausn, nú 28 árum síðar, úr fangelsi. Morðið, sem átti sér stað í heimaríki Jordan-fjölskyldunnar, Norður-Karólínu, sumarið 1993, átti mikinn þátt í því að Jordan hætti körfuboltaiðkun um haustið þetta sama ár aðeins þrítugur að aldri. Hann snéri þó aftur á körfuboltavöllinn um einu og hálfu ári síðar.

Í umfjöllun NBC kemur fram að hinn dæmdi morðingi heiti Daniel Green en hann var sakfelldur ásamt Larry Demery fyrir morðið í réttarhöldum þar sem Gregory Weeks var dómari. Mennirnir voru báðir 18 ára gamlir þegar ránstilraun þeirra endaði með því að þeir urðu Larry Jordan, föður Michael, að bana.

Weeks hefur mælt með því við nefnd sem úrskurðar um reynslulausnir í Norður-Karólínu að hún samþykki umsókn Green.

Morðið átti sér stað með þeim hætti að Larry Jordan var sofandi í Lexus-bifreið sinni sem var lagt úti í vegkanti en Michael hafði gefið honum bifreiðina. Hann var skotinn og lík hans fannst nokkrum dögum síðar.

Green og Demery voru báðir dæmdir í lífstíðarfangelsi en þeir hafa alla tíð kennt hvorum öðrum um að hafa skotið Larry Jordan til bana.

Hvað hefði getað orðið?

Michael Jordan hefur ekki farið í grafgötur með að morðið á föður hans hafi átt þátt í því að hann lagði skónna á hilluna haustið 1993. Þegar hann hætti í körfubolta hafði hann og lið hans Chicago Bulls unnið þrjá meistaratitla í röð í NBA-deildinni. Brotthvarf Jordan varð til þess að liðið náði ekki að vinna meistaratitilinn næstu tvö keppnistímabil á eftir. Eftir að Jordan ákvað að snúa aftur til leiks unnu Chicago Bulls titilinn önnur þrjú ár í röð.

Hefði faðir hans ekki verið myrtur er aldrei að vita nema að Jordan hefði ekki tekið sér þetta eins og hálf árs langa hlé og Bulls þá mögulega unnið þessa tvo meistaratitla sem liðið missti af á meðan Jordan var í burtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?