Fyrsta skóflustungan af nýjum Laugardalsvelli var tekin í dag við hátíðlega athöfn í Laugardalnum.
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Ásmundur Einar Daðason ráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri mættu á svæðið.
Grasið verður rifið upp og verður skipt um jarðveg og lagður hiti undir völlinn.
Þá veðrður lagt hybrid gras á völlinn sem á að sjá til þess að hann nýtist yfir lengri tíma á árinu.
Búist er við að framkvæmdum ljúki í júlí á næsta ári.