fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Það má reikna með hækkandi kaffiverði

Pressan
Föstudaginn 18. október 2024 05:15

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir elska kaffi og komast ekki í gegnum daginn án þess að fá sér smá kaffi og jafnvel mikið. Við drekkum kaffi heima, á kaffihúsum, í vinnunni og raunar ansi víða. En það er orðið dýrt að drekka kaffi og verðið mun hækka enn meira.

Verð á kaffi er í methæðum á alþjóðamörkuðum og getur farið enn hærra á næstunni að mati sérfræðinga.

Ástæðan er að eftirspurn eftir kaffi fer vaxandi og samtímis ógnar hækkandi hiti framleiðslunni. Þess utan fjölgar sífellt í hópi þeirra sem drekka kaffi.

TV2 hefur eftir Jørgen E. Olesen, prófessor í loftslagsbreytingum og landbúnaði við Árósaháskóla, að kaffi verði enn dýrara í framtíðinni.

Hann sagði að kaffiplantan dafni best í skugga annarra plantna en þannig vaxi hún ekki á kaffiekrunum í Brasilíu, Kólumbíu og öðrum framleiðslulöndum. Af þeim sökum sé plantan viðkvæm fyrir hækkandi hitastigi.

Samkvæmt tölum frá greiningarfyrirtækinu Trading Economics þá hefur kaffiverð hækkað um rúmlega 69% síðasta árið.

Verðið í september var það hæsta í 13 ár en þá seldist eitt pund af kaffi á 2,73 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?