fbpx
Föstudagur 18.október 2024
Pressan

Það má reikna með hækkandi kaffiverði

Pressan
Föstudaginn 18. október 2024 05:15

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir elska kaffi og komast ekki í gegnum daginn án þess að fá sér smá kaffi og jafnvel mikið. Við drekkum kaffi heima, á kaffihúsum, í vinnunni og raunar ansi víða. En það er orðið dýrt að drekka kaffi og verðið mun hækka enn meira.

Verð á kaffi er í methæðum á alþjóðamörkuðum og getur farið enn hærra á næstunni að mati sérfræðinga.

Ástæðan er að eftirspurn eftir kaffi fer vaxandi og samtímis ógnar hækkandi hiti framleiðslunni. Þess utan fjölgar sífellt í hópi þeirra sem drekka kaffi.

TV2 hefur eftir Jørgen E. Olesen, prófessor í loftslagsbreytingum og landbúnaði við Árósaháskóla, að kaffi verði enn dýrara í framtíðinni.

Hann sagði að kaffiplantan dafni best í skugga annarra plantna en þannig vaxi hún ekki á kaffiekrunum í Brasilíu, Kólumbíu og öðrum framleiðslulöndum. Af þeim sökum sé plantan viðkvæm fyrir hækkandi hitastigi.

Samkvæmt tölum frá greiningarfyrirtækinu Trading Economics þá hefur kaffiverð hækkað um rúmlega 69% síðasta árið.

Verðið í september var það hæsta í 13 ár en þá seldist eitt pund af kaffi á 2,73 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mynd af Trump vekur lukku í netheimum – „Hvernig getur einhver séð þetta og hugsað: Jább þessi maður ætti að stjórna?“

Mynd af Trump vekur lukku í netheimum – „Hvernig getur einhver séð þetta og hugsað: Jább þessi maður ætti að stjórna?“
Pressan
Í gær

Frambjóðandi stefnir CNN út af klámfrétt, krefst milljarða og segir fréttaflutninginn skipulagða aðför að mannorði hans

Frambjóðandi stefnir CNN út af klámfrétt, krefst milljarða og segir fréttaflutninginn skipulagða aðför að mannorði hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu kafara í maga hákarls

Fundu kafara í maga hákarls
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull veikindi herja á apa í dýragarði í Hong Kong – Níu drápust á tveimur dögum

Dularfull veikindi herja á apa í dýragarði í Hong Kong – Níu drápust á tveimur dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í ævilangt fangelsi – Myrti foreldra sína og geymdi líkin heima í fjögur ár

Dæmd í ævilangt fangelsi – Myrti foreldra sína og geymdi líkin heima í fjögur ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skotbardagi rétt við Kreml

Skotbardagi rétt við Kreml