fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Ráðgátan í Himalaya – Fannst eftir 56 ár

Pressan
Föstudaginn 18. október 2024 04:59

Himalaya. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indversk fjölskylda hefur nú loks fengið að vita hvað varð um einn fjölskyldumeðliminn en hans hafði verið saknað í 56 ár.

Í 56 ár og 8 mánuði beið Thomas Thomas eftir upplýsingum um hver örlög stóra bróður hans urðu en hann hvarf skyndilega.

Nýlega fékk hann símtal frá lögreglunni í Pathanamthitta í Kerala-ríki á Indlandi. Honum var tilkynnt að bróðir hans, Thomas Cherian, væri fundinn, eða öllu heldur að búið væri að staðsetja lík hans.

„Það var eins og ég hefði verið tekinn kyrkingartaki í 56 ár og skyndilega gæti ég andað á nýjan leik,“ sagði Thomas í samtali við BBC.

Thomas Cherian starfaði sem iðnaðarmaður hjá hernum og var einn af 102 farþegum í indverskri herflugvél sem hvarf sporlaust yfir Himalaya 1968. Vélin hvarf af ratsjá þegar henni var flogið yfir Rohtang Pass.

Cherian var aðeins 22 ára og var á leið í fyrstu dvöl sína í Himalaya.

Árum saman voru farþegarnir skráðir sem „saknað“ og örlög þeirra voru ráðgáta. Það var ekki fyrr en 2003 sem stöðu þeirra var breytt úr „saknað“ í „látnir“. Það gerðist eftir að fjallgöngumenn fundu lík eins farþegans. Á næstu árum fundust átta lík til viðbótar og flugvélarflakið fannst 2019.

Slysið komst í fréttirnar fyrir nokkrum dögum þegar herinn fann fjögur lík til viðbótar, þar á meðal lík Thomas Cherian.

Bróðir hans segir að sorgin yfir missi hans muni aldrei hverfa en fjölskyldan finni til ákveðins léttist að hafa loksins fengið að vita með fullri vissu hver örlög hans voru.

„Faðir okkar lést 1990 og móðir okkar 1998 án þess að fá að vita hvað varð um son þeirra,“ sagði Thomas í samtali við BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana