Liverpool og Manchester City eru bæði áhugasöm um það að kaupa Nicolo Barella miðjumann Inter Milan. Fichajes fjallar um þetta.
Barella er 27 ára gamall landsliðsmaður Ítalíu en fleiri lið hafa áhuga.
Fichajes segir að bæði Real Madrid og Atletico Madrid séu að skoða þann kost að fá hann.
Vitað er að bæði City og Liverpool hafa áhuga á þvíað fá inn miðjumann og er Barella kostur sem er skoðaður.
Barella hefur átt mörg góð ár hjá Inter en hann er sagður hafa áhuga á nýju ævintýri innan tíðar.