fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Skotinn til bana í eigin brúðkaupi af brjáluðum ökumanni

Pressan
Fimmtudaginn 17. október 2024 18:30

Tyrek og Kiara höfðu verið saman í 16 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrek Burton, 37 ára Bandaríkjamaður, gekk í hjónaband síðastliðinn laugardag. Dagurinn átti að verða sá eftirminnilegasti í lífi hans en óhætt er að segja að hann hafi breyst í algjöra martröð.

Tyrek var nýbúinn að ganga upp að altarinu með sinni heittelskuðu, Kiara Holloway, síðastliðinn laugardag þegar hann þurfti að skjótast frá til að sækja eitthvað sem hafði gleymst fyrir veisluhöldin.

Vitni tóku eftir því þegar hann kom til baka að annar bíll veitti honum eftirför og út úr bílnum steig karlmaður sem hraunaði yfir Tyrek fyrir að hafa svínað á hann skömmu áður.

„Ef ég gerði það þá biðst ég afsökunar,“ mun Tyrek hafa sagt við manninn sem lét ekki þar við sitja. Segja vitni að hann hafi dregið upp skotvopn og skotið Tyrek fimmtán sinnum. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum.

Brittany Burton, systir Tyreks, segir við WGHP að um algjörlega ókunnugan mann hafi verið að ræða. Hann lagði á flótta eftir að hafa skotið Tyrek og er hans nú leitað af lögreglu.

Tyrek og Kiara höfðu verið saman í sextán ár og áttu þau fjórar dætur saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi