Nýverið tóku Kraftvélar við umboði fyrir Grove bílkrana og Potain byggingarkrana á Íslandi og stækkuðu þar með vöruúrval sitt. Kraftvélar er rótgróið fyrirtæki með 24 ára reynslu í sölu og þjónustu á vinnuvélum af öllum stærðum og gerðum.
Viktor Karl Ævarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla segir að hjá fyrirtækinu starfi 40 manns og vöruúrvalið hafi aldrei verið jafn fjölbreytt og nú.
„Við erum að selja hágæða og framúrskarandi vörumerki á heimsvísu. Þjónusta okkar beinist aðallega til jarðvinnuverktaka, byggingarverktaka, fyrirtækja og einstaklinga í landbúnaði og sjávarútvegi, auk vöruhúsa og atvinnubifreiða,“
segir hann.
Kraftvélar taka þátt í stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll í byrjun mars, nánar tiltekið dagana 3. – 6. mars. Á þessari sýningu erum við aðallega að kynna nýju vörumerkin okkar og stíga okkar fyrstu skref inn á markað fyrir byggingarverktaka.
Grove bílkranar eru líklega þekktustu bílkranar hér á landi enda mest innfluttu bílkranar á Íslandi frá upphafi skráninga hjá Vinnueftirliti Ríkisins. Kranarnir eru fáanlegir með lyftigetu frá 30 tonnum upp í allt að 450 tonnum.
Potain byggingarkranar ættu að vera öllum byggingarverktökum vel kunnugir, enda vel þekktir og með langa sögu hér á landi. Byggingarkranarnir eru fáanlegir í öllum stærðum og gerðum, allt frá 1,3 tonna lyftigetu í sjálfreisandi krana upp í 80 tonna lyftigetu í turnkrönum.
Kraftvélar munu á næstu mánuðum gera þessum nýju vörumerkjum betri skil og bjóða upp á þessi nýju tæki, bæði til kaups og leigu,“ segir Viktor.
„Við erum með tæplega 20 manns á þjónustuverkstæðinu Kraftvéla og 6 manns í varahlutaverslun okkar. Höfuðstöðvar Kraftvéla eru í Kópavogi en við erum einnig með útibú á Akureyri. Við höfum yfir að ráða 8 þjónustubifreiðum og erum einnig með umboðsmenn víðsvegar um landið, t.d. á Egilsstöðum, Sauðárkróki, Akureyri og Hofsósi. Það er því óhætt að segja að við séum með þétt þjónustunet og eigum alltaf stutt að sækja til viðskiptavina okkar,“
segir Viktor.
Kraftvélar ehf
Dalvegur 6-8 / 201 Kópavogur
Draupnisgata 6 / 603 Akureyri
Sími 535 3500
Fax 535 3501
kraftvelar@kraftvelar.is
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 08:00 til 18:00