fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
Fókus

Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2024 09:29

Mynd/Getty Images/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne, fyrrverandi meðlimur One Direction, lést í Buenos Aires í Argentínu í gær aðeins 31 árs að aldri.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað gerðist en þó er vitað að Payne hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í borginni, en herbergið sem um ræðir var á þriðju hæð.

Sjá einnig: Liam Payne látinn

Nú hefur komið í ljós að hann var lengur í Argentínu en hann ætlaði sér upphaflega. Kærasta hans, Kate Cassidy, flaug heim á mánudaginn, tveimur dögum áður en hann lést.

Payne og Cassidy voru saman í tvö ár.

Kate Cassidy
Cassidy sagðist tilbún að fara heim. Skjáskot/TikTok

Hún birti myndband frá ferðalaginu á TikTok og sagðist vera „svo tilbúin að fara heim“ eftir að hafa varið tveimur vikum í Argentínu með Payne.

Cassidy sagði að hún og Payne hafi upphaflega bara ætlað að vera þarna í „fimm daga“ en ferðin hafi lengst. Hún sagðist vera spennt að fara heim og sofa í eigin rúmi.

„Ég var bara: Ég þarf að fara heim,“ sagði hún í myndbandinu.

Cassidy greindi ekki frá því af hverju Payne hafi ákveðið að vera lengur.

Sjá einnig: Varpa ljósi á neyðarlínusímtal áður en Liam Payne hrapaði til bana

Samkvæmt TMZ hrapaði Payne til bana af svölum hótelherbergis síns í borginni eftir að hafa hagað sér einkennilega.

@kateecasssoooo happpiii to b back in sunshine state♬ original sound – nicole

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stolt af því að dóttir hennar sængaði hjá 158 háskólanemum á tveimur vikum – „Hún er lukkuleg svo ég er lukkuleg“

Stolt af því að dóttir hennar sængaði hjá 158 háskólanemum á tveimur vikum – „Hún er lukkuleg svo ég er lukkuleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ester missti eiginmann af slysförum og eignaðist seinni son þeirra þremur dögum síðar

Ester missti eiginmann af slysförum og eignaðist seinni son þeirra þremur dögum síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu sætasta innbrotsþjóf landsins brjótast inn í Ormsson – „Þetta er auðvitað hundfúlt, en það er erfitt að vera reiður“

Sjáðu sætasta innbrotsþjóf landsins brjótast inn í Ormsson – „Þetta er auðvitað hundfúlt, en það er erfitt að vera reiður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Númi Snær: „Það eru tvítugir karlmenn í dag sem þurfa Viagra til að geta stundað kynlíf“

Númi Snær: „Það eru tvítugir karlmenn í dag sem þurfa Viagra til að geta stundað kynlíf“