Samkvæmt fréttum á Englandi í dag verður Kobbie Mainoo frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann.
Mainoo þurfti að draga sig út úr enska landsliðshópnum vegna þess.
Nú virðist ljóst að Mainoo spilar ekki næsta mánuðinn og því er ekki líklegt að hann spili fyrr en eftir landsleiki í nóvember.
Þetta er mikið áfall fyrir United en Mainoo hefur verið ljósið í myrkvinu hjá félaginu síðustu mánuði.
Nokkur meiðsli herja á leikmenn United þessa dagana en það hefur verið saga liðsins undir stjórn Erik ten Hag.
🚨 Kobbie Mainoo looks set to be out for around 4 weeks with injury, depending on recovery and rehabilitation. [@UtdMenace] #mufc pic.twitter.com/DFcJxeoeKg
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 17, 2024