Cole Palmer er ein skærasta stjarna enska fótboltans en hann hefur slegið í gegn hjá Chelsea síðasta rúma árið.
Palmer var gabbaður af systur sinni á dögunum sem ákvað að spyrja hann að nokkrum hlutum sem tengjast konum.
Palmer taldi sig nú geta svarað þessu og í hvert skipti sem hann svaraði spurningum sagði systir hans að hann væri að svara rétt.
Palmer skildi ekkert hvað var í gangi, hann gat svarað öllu sem lagt var fyrir hann án nokkurra vandræða.
Þegar nokkuð var liðið á spurningar fóru að renna tvær grímur á Palmer og systir hans gat ekki lengur setið á sér.
Þetta kostulega myndband má sjá hér að neðan.
@halliejenniferpalmerAsking my bro girly questions 💅🏼😭💀💘 comment what trend we should do next !♬ original sound – Hallie ✮⋆˙✧ ˚.