Mannréttindasamtök segja þetta fyrsta stóra málið þar sem hópi liðhlaupa er hleypt inn í ESB-ríki. The Guardian skýrir frá þessu.
Mennirnir komu til Parísar hver fyrir sig á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2022 og 2023 eftir að hafa flúið frá Rússlandi til Kasakstan að sögn samtaka sem aðstoða hermenn við að gerast liðhlaupar.
Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hafa tugir þúsunda rússneskra hermanna gerst liðhlaupar eða neitað að hlýða fyrirmælum um að berjast að sögn mannréttindasinna og samtaka sem aðstoða hermenn við að gerast liðhlaupar.
Vesturlönd hafa lengi velt fyrir sér hvort þau eigi að taka við rússneskum liðhlaupum eða ekki og því hefur verið velt upp hvort ef tekið sé við þeim, hvort eigi að taka þeim sem hetjum, stríðsglæpamönnum eða hvort ógn geti stafað af þeim.
Á meðan ESB og aðildarríkin ræða þessi mál og engin ákvörðun hefur verið tekin, þá hefur reynst erfitt fyrir liðhlaupa að fá hæli.
Talsmaður Go By the Forest, sem eru samtök sem aðstoða rússneska liðhlaupa, sagði í samtali við the Guardian að ákvörðun Frakka um að veita liðhlaupunum tímabundið dvalarleyfi marki ákveðin tímamót því þeir séu ekki með nein ferðaskjöl eða vegabréf.