fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Talibanar herða tökin og gera sjónvarpsdagskrána ansi einhæfa

Pressan
Fimmtudaginn 17. október 2024 08:00

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Talibanar komust aftur til valda í Afganistan fyrir um þremur árum hafa þeir hert tök sín á samfélaginu. Nú er röðin komin að sjónvarpsútsendingum sem verða nú ansi einhæfar framvegis.

Nú hafa Talibanar bannað útsendingu á myndum af lifandi verum, bæði fólki og dýrum. AFP segir að bannið hafi nú þegar tekið gildi í sumum héruðum landsins og eigi að ná til alls landsins.

Bannið er hluti af hinni ströngu íslömsku löggjöf sem Talibanar hafa innleitt í landinu.

AFP segir að bannið þýði í raun að ekki megi birta myndir eða upptökur af verum með sál, það er fólki og dýrum.

Í íslamskri list er almenn venja að gera ekki myndir af fólki og dýrum. Ástæðan er meðal annars ótti við að það geti orðið til þess að fólk fari að tilbiðja fólkið eða dýrin á myndunum að sögn religion.dk.

En þrátt fyrir þetta myndabann þá er ekki óalgengt að sjá myndir í múslimaríkjum.

Fréttamaður AFP í Takhar í Afganistan segir að einkarekna sjónvarpsstöðin Mah-e-Naw hafi á þriðjudaginn aðeins birt mynd af lógi stöðvarinnar og sent út hljóð.

Embættismenn, sem sjá um að innleiða íslamska löggjöf, segja að öllum fréttamiðlum í Takhar hafi verið sagt að ekki megi taka myndir af lifandi verum og ekki birta slíkar myndir.

Samskonar bann var í gildi í landinu frá 1996 til 2001 þegar Talibanar voru einnig við völd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi