Stuart Pearce fyrrum leikmaður og þjálfari Manchester City myndi vilja sjá leikmenn félagsins greiða Sir Alex Ferguson þann launapakka sem Manchester United tók af honum í vikunni.
Stjórnendur Manchester United ákváðu að segja Ferguson upp sem sendiherra en hann þénaði 340 milljónir króna á ári fyrir það.
Pearce ræddi málið á TalkSport og byrjaði á þessu. „Leikmannahópur United ætti nú bara að fjármagna þetta því hann er mikilvægur fyrir félagið,“ sagði Pearce.
Hann fékk svo betri hugmynd að sínu mati. „Hvað ef leikmenn Manchester City myndu borga þetta, ef þeir færu í það að greiða launin fyrir Ferguson og halda honum hinu megin við götuna. Það gæti kveikt í mönnum.“
„Þeir ákváðu að reka þann besta í sögunni en við borgum það, ekkert mál.“