fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Steinunn lætur gott heita eftir áratug á þingi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 18:04

Steinunn Þóra Árnadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – grænt framboð hyggst ekki bjóða sig fram til forystu í komandi þingkosningum.

Eftir talsverða umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að láta gott heita og bjóða mig ekki fram til forystu í komandi kosningum. Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu – sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar.“ 

Steinunn segir að talsverðar breytingar hafi orðið á lífi hennar fyrir tíu árum þegar hún varð þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Ég hafði á undanliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum.“ 

Segir Steinunn þá tíma sem í hönd fóru hafa verið skemmtilega og gefandi, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. 

Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi. Það gefur færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verð ég að eilífu þakklát. Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt – en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af.“ 

Segir Steinunn að hún hlakki til að taka þátt í komandi kosningabaráttu sem almennur félagi og er sannfærð um að hennar flokkur nái góðum árangri í kosningunum. Félögum mínum í þingflokki VG þakka ég frábært samstarf í gegnum tíðina – en munið, þið eruð nú ekki alveg laus við mig enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast