fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Eyjan

Þetta er helsta baráttumál Jóns komist hann á þing – „Ég valdi ljósið frekar en myrkrið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 18:15

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, nýr liðsmaður Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri og forsetaframbjóðandi, segist undanfarin ár hafa haft vaxandi áhyggjur af óásættanlegum aðstæðum barna og ungmenna á Íslandi. Tilefni skrifa Jóns er þáttur Kveiks á RÚV þriðjudagskvöldið 15. október um starfsemi Stuðla og meðferðarheimila fyrir unglinga.

„Óeðlileg hegðun eru oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Alltof mörg börn á Íslandi eiga í alvarlegum vanda og lenda utangarðs. Ekki síst drengir. Þau bjuggu þennan vanda ekki til heldur fæðast þau inn í aðstæður sem virðast ekki gera fyllilega ráð fyrir þeim. Því þarf að breyta,“  segir Jón.

Segir útideildina hafa bjargað lífi sínu

Segist hann tengja að einhverju leyti við málefnið og hafa sjálfur verið á þessum stað að einhverju leiti sem barn og unglingur. 

„Ég var til meðferðar á BUGL sem barn og átti erfitt uppdráttar í skólakerfinu sökum þroskaraskana, ADHD og lesblindu. Ég var sendur á Núp í Dýrafirði og eyddi þar tveimur árum. Ég var mjög hætt kominn þegar ég snéri þaðan og munaði bara örmjóu að ég fetaði aðra og verri leið en þá sem ég var svo heppinn að fara. Ég valdi ljósið frekar en myrkrið.“

Jón segir að hans gæfa var að eiga gott fólk að sem hafði trú á honum. Útideildin bjargaði lífi hans. 

„Það vildi mér svo seinna til happs að fá að vera með þeim fyrstu sem fengu að fara í gegnum raunfærnimat sem átti stóran þátt í því að gefa mér kjark og sjálfsöryggi til að sækja um inngöngu í Leikarafélagið og fá viðurkenningu sem leikari. Þetta ferli gaf mér svo stöðu til að sækja um og fá inngöngu í háskólanám við Listaháskóla Íslands og ég útskrifaðist þaðan með MFA gráðu í sviðslistum árið 2021. Hvern hefði grunað það að Jónsi pönk yrði einhvern tímann Meistari í fínum listum, eins og ég hef kallað gráðuna ? Ekki ég, get ég sagt ykkur. En kannski Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokkanna sem var mér einstaklega góð og Jenna Jensdóttir rithöfundur og vinkona Guðrúnar sem sá eitthvað í mér sem ég held að mjög fáir aðrir hafi komið auga á. Og svo auðvitað mín kæra og elskulega vinkona Ingibjörg Guðmundsdóttir sem hefur alltaf staðið við bakið á mér frá því að hún hjálpaði mér með raunfærnimatið hjá Fræðslumiðstöð Alþýðu.“

Jón segist alla tíð síðan reynt að vinna að málaflokki utangarðsbarnanna okkar bæði í starfi hans sem borgarstjóri og sem listamaður og opinber persóna og fyrirmynd. Jón hefur sögu sína í bókumhans Indjáninn, Sjóræninginn og Útlaginn í þeirri von að hansreynsla megi auka skilning sumra en vera ljós í myrkri fyrir aðra.

Stendur á tímamótum

Jón segist hafa hugsað sinn gang vandlega og finnist hann standa nú á tímamótum í lífi sínu.

„Undanfarin ár hef ég haft vaxandi áhyggjur af óásættanlegum aðstæðum barna og ungmenna á Íslandi; vaxandi ofbeldi, erfiðar heimilisaðstæður, einangrun og vanlíðan, námsörðugleikar, brottfall úr skóla og félagslífi. Sífellt virðist fjölga í hópi utangarðsbarnanna. Þau eru börnin okkar og eiga betra skilið en vera sett utangarðs. Velferð utangarðsbarna á Íslandi er efnahags- og atvinnumál, menntamál, lýðheilsu- og heilbrigðismál, félagsmál og að mínum dómi brýnasta samfélagsmál okkar daga. Ástandið er orðið ólíðandi og mér finnst ég ekki geta staðið aðgerðarlaus hjá.“

Jón segir að ef hann fái brautargengi til Alþingis í komandi kosningum muni hans helsta baráttumál verða bættar aðstæður utangarðsmanna og mannréttindi.

„Ég er ekkert sérstaklega klár eða vel að mér í efnahagsmálum. Og enginn er ég talnaspekingur. Ég er lesblindur og talnablinda er stór hluti af því. Eins og flestir vita þá hef ég skoðanir á alls konar og hef í gegnum tíðina verið duglegur að tjá mig. En þetta er málefni sem hjarta mitt brennur fyrir. Utangarðsbörnin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Pírata segir kjósendum að beina atkvæðum sínum annað – „Ekki sóa atkvæðunum ykkar“

Fyrrum samskiptastjóri Pírata segir kjósendum að beina atkvæðum sínum annað – „Ekki sóa atkvæðunum ykkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sigrún Atladóttir skrifar: Hvatning borgarstjóra til sveitarstjórnarmanna: Velferð barna og starfsfólks skóla í fyrirrúmi

Inga Sigrún Atladóttir skrifar: Hvatning borgarstjóra til sveitarstjórnarmanna: Velferð barna og starfsfólks skóla í fyrirrúmi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðbrögð við stjórnarslitum – „Bjarni Ben í þjónustuhlutverki. Er hann að reyna fyrir sér í uppistandi?“

Viðbrögð við stjórnarslitum – „Bjarni Ben í þjónustuhlutverki. Er hann að reyna fyrir sér í uppistandi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórhildur Sunna: Aðdáunarvert innra starf hjá Sjálfstæðisflokknum

Þórhildur Sunna: Aðdáunarvert innra starf hjá Sjálfstæðisflokknum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Vandi villta vinstrisins

Sigmundur Ernir skrifar: Vandi villta vinstrisins