Ederson markvörður Manchester City segir að Pep Guardiola hafi þurft að sannfæra sig í sumar um að vera áfram.
Ederson var nálægt því að ganga í raðir Al Nassr í Sádí Arabíu þar sem hann hefði hækkað vel í launum.
„Það var tilboð á borðinu, sem ég íhugaði alvarlega því þetta var óvenjulegt,“ segir Ederson.
„Ég átti mörg samtöl við Guardiola og eitt af þeim hafði mikil áhrif á ákvörðun mína.“
Ederson fer svo út í það sem fór þeirra á milli. „Hann lofaði mér hlutum og því sem gæti átt sér stað, það var mikilvægt og ég ákvað að vera áfram.“