Margir Englendingar líta á það sem niðurlægingu fyrir þjóðina að nú verði Þjóðverji þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu. Thomas Tuchel var ráðinn til starfa í dag.
Enska blaðið Daily Mail hefur fengið á baukinn fyrir forsíðu sína í dag þar sem talað var um svartan dag í sögu þjóðar.
Gary Martin sem hefur verið búsettur á Englandi um langt skeið er einn þeirra sem hefur ekki lengur áhuga á að bendla sig við upprunaland sitt.
England with a German manager that’s the final straw for me
I’m
Officially Icelandic 🇮🇸 takk ❤️🤝— Gary martin (@gazbov10) October 16, 2024
„England með þýskan þjálfara er síðasta hálmstráið,“ skrifar þessi skemmtilegi karakter á samfélagsmiðla sína.
„Ég er formlega orðinn Íslendingur,“ segir Gary sem lék meðal annars með KR, Víkingi, Val og ÍA á ferli sínum á Íslandi.
Líklega hefur Gary spilað sinn síðasta knattspyrnuleik á Íslandi en hann greindi frá því í haust, hann lék síðast með Víkingi Ólafsvík í þriðju efstu deild.
Ráðningin á Tuchel er umdeild í Englandi en hann tekur til starfi í upphafi næsta árs og segist þjálfarinn stefna á það að vinna Heimsmeistaramótið sumarið 2026.