fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Fréttir

Magga Stína hellti sér yfir Einar Kárason og Egil Helgason – „Fleytið kellingar á kerfinu og viðbjóðslegum kratismanum frá morgni til kvölds“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. október 2024 14:30

Einari og Agli var auðsjáanlega brugðið vegna athugasemdar Möggu Stínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan og baráttukonan Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, lét Einar Kárason og Egil Helgason heyra það í umræðum á samfélagsmiðlum. Einar hafði hafið umræðu um rétttrúnað og notkun á orðinu þjóð.

„Mikið rosalega er rétttrúnaðurinn búinn að toga það fólk út í móa sem ekki má lengur heyra minnst á þjóð,“ sagði rithöfundurinn og fyrrverandi varaþingmaðurinn Einar Kárason í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástæða færslunnar er vafalaust umræða sem sprottið hefur upp um nýtt slagorð Samfylkingarinnar, sem Einar sat fyrir á þingi. Slagorðið er „Sterk velferð, stolt þjóð.“

Sumt fólk hefur lýst óánægju með þetta slagorð. Meðal annars Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sem sagði af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn vegna stefnu í útlendingamálum. Borgarfulltrúinn Sabine Leskkopf, sem hefur gagnrýnt stefnuna í útlendingamálum, hefur einnig spurt spurninga um þetta slagorð.

Vilja þjóðareign og þjóðfund en ekki þjóð

Hafa heilmiklar umræður spunnist við færslu Einars þó stutt sé. Á meðal þeirra sem leggja orð í belg er fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason.

„Einmitt. En það vill samt þjóðareign og þjóðlendur og þjóðfundi o.s.frv,“ segir hann um þá sem segjast nú ekki vilja heyra á þjóð minnst.

Þá hefur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens lýst ánægju með notkunina. „Þjóð er fallegt orð,“ sagði hann.

Hverjir tilheyra þjóðinni?

Aðrir setja spurningarmerki við. Til dæmis Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar.

Sjá einnig:

Nýtt slagorð Samfylkingarinnar vekur úlfúð – „Eruð þið bara alveg búin að tapa ykkur?“

„Þetta snýst um stemmingu og hvert skal haldið. Þegar SDG [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] hrósar Samfylkingunni fyrir stefnu í útlendingamálum, alþjóðasinnuðu áherslurnar eru settar á ís, sjávarútvegsmál sett í sátt útfrá skilyrðum útgerðarinnar og slagorðið Stolt þjóð – þá er mjög eðlilegt að fólk undrist. Réttrúnaður?“ spyr hann.

Einnig Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir, sem bendir á að orðabókarskilgreiningin á orðinu þjóð sé hópur fólks sem myndi eina heild, eigi sameiginlegt tungumál, menningu, sögu og búi yfirleitt á samfelldu landsvæði.

„Ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut á móti því að fólk noti orðið í þessari merkingu,“ segir Vilhjálmur. „En það er pínu skrýtið þegar alþjóðasinnaður jafnaðarflokkur, sem hefur til þessa lagt áherslu á inngildingu og fjölmenningu, kýs að nota hugtakið „stolt þjóð“ sem slagorð í kosningum.“ Spyr hann hvort að til dæmis fólk af pólskum uppruna sem býr hér tilheyri þjóðinni. Betra hefði verið að nota orðið samfélag en þjóð í slagorðinu.

Baunaði á Einar og Egil

Lengst gekk þó áðurnefnd Magga Stína, sem beinlínis hellti sér yfir Einar og Egil í athugasemd.

„„Það má bara ekkert lengur!““ Ef það er eitthvað sem er ógeðfelldara en hreinn og klár fasisti þá er það heimskuleg diplómasíufroða í yfirburðahyggjuköllum, launrasistum eins og ykkur Einar Kárason og Egill Helgason sem fleytið kellingar á kerfinu og viðbjóðslegum kratismanum frá morgni til kvölds,“ sagði hún. „Sú allsherjar afhjúpun sem nú á sér stað á spillingarkerfum heimsins, sniðgengur ykkur sko ekki, öðru nær!“

Reiðin viðverandi ástand

Ekki er annað að sjá en að þessi eldræða hafi komið flatt upp á Einar og Egil.

„Magga Stína er ekki allt í lagi mín kæra? Voða munnsöfnuður er þetta,“ spurði Egill en á þessum tímapunkti hefur ekkert svar borist.

Einar brást við með því að skrifa aðra færslu, sérstaklega um athugasemd Möggu Stínu.

„Ég var með status um að ef ekki mætti tala um Þjóð, þá væri rétttrúnaðurinn orðinn undarlegur. Fyrir það komment fékk ég eftirfarandi frá Möggu Stínu (veit ekki hvað Egill Helga gerði, lækaði kannski?) En þetta verður æ fyndnara,“ sagði Einar og endurbirti athugasemd hennar.

Greip þá Egill til latínunnar og sagði „Ira furor brevis est [Reiði er skammvinn] – ég er samt ekki viss um að svo sé í öllum tilvikum, hjá sumum virðist reiðin vera viðverandi ástand,“ sagði hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ingibjörg Sólrún hneyksluð á VG: „Hvernig á maður að skilja þetta?“

Ingibjörg Sólrún hneyksluð á VG: „Hvernig á maður að skilja þetta?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Betra seint en aldrei – Fékk að vita um afdrif atvinnuumsóknarinnar eftir 48 ár

Betra seint en aldrei – Fékk að vita um afdrif atvinnuumsóknarinnar eftir 48 ár
Fréttir
Í gær

Ólga í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð setti sig ekki upp á móti þéttingu – Vilja Framsóknarkonu úr formannsstól

Ólga í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð setti sig ekki upp á móti þéttingu – Vilja Framsóknarkonu úr formannsstól
Fréttir
Í gær

Íris Róbertsdóttir ekki í framboð – „Hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í landsmálin í þetta skiptið“

Íris Róbertsdóttir ekki í framboð – „Hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í landsmálin í þetta skiptið“
Fréttir
Í gær

Áströlsk kona sakaði íslenskan leiðsögumann um að hafa eytt fjárfestingu hennar í sjálfan sig

Áströlsk kona sakaði íslenskan leiðsögumann um að hafa eytt fjárfestingu hennar í sjálfan sig
Fréttir
Í gær

Sonja berst fyrir að fóstursonur hennar verði ekki fluttur úr landi – „Hjarta mitt er í mol­um“

Sonja berst fyrir að fóstursonur hennar verði ekki fluttur úr landi – „Hjarta mitt er í mol­um“
Fréttir
Í gær

Fékk dæmdar bætur fyrir lögreglurannsókn – Var grunaður um að ofsækja konu í gegnum Facebook og hringdu.is

Fékk dæmdar bætur fyrir lögreglurannsókn – Var grunaður um að ofsækja konu í gegnum Facebook og hringdu.is
Fréttir
Í gær

Svandís ætlar ekki að sitja í starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar

Svandís ætlar ekki að sitja í starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar