fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Bandarísk stjórnvöld veita Ísrael viðvörun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 16:30

Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa komið því á framfæri við stjórnvöld í Ísrael að batni aðbúnaður þeirra Palestínumanna sem eru á Gaza-svæðinu ekki á næstu 30 dögum sé mögulegt að hernaðaraðstoð við landið verði endurskoðuð.

Í umfjöllun NBC kemur fram að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Lloyd Austin varnarmálaráðherra hafi sent varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, og Ron Dermer, ráðherra strategískra málefna (e. strategic affairs) bréf vegna þessa.

Í bréfinu kemur fram að alltaf þurfi stöðugt að meta hvort Ísrael sé að hindra með beinum eða óbeinum hætti að mannúðaraðstoð Bandaríkjanna berist til Palestínumanna. Sé sú raunin sé mögulegt að frekari herðnaðaraðstoð Bandaríkjanna til Ísrael verði stöðvuð.

Bandaríkin veitti Ísrael sambærilega viðvörun í apríl síðastliðnum en komust að þeirri niðurstöðu að ísraelsk stjórnvöld hefðu gripið til nægilegra ráðstafana til að bæta aðbúnað á Gaza-svæðinu og því var ekki gripið til þess að stöðva hernaðaraðstoð.

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir að gripið hafi verið til þess ráðs að senda bréfið eftir að komist hefði verið að þeirri niðurstöðu að ástandið á Gaza hefði versnað til muna.

Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Ísrael heldur þó áfram, að sinni að minnsta kosti. Til stendur að senda eldflaugavarnarkerfi til Ísrael og 100 bandaríska hermenn en væntanlega munu þeir ekki taka beinan þátt í átökum og árásum.

Ýmis mannúðarsamtök og fólk úr vinstri armi Demókrataflokksins hefur kallað mjög eftir því að Bandaríkin bindi enda á alla hernaðaraðstoð við Ísrael. Bréf ráðherranna bandarísku til ísraelskra kollega sinna þykir benda til þess að stjórn Biden Bandaríkjaforseta sé farin að finna talsvert fyrir þrýstingi um að þetta verði gert.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!