Adidas ákvað að þurka Kylian Mbappe út af auglýsingu þar sem leikmenn Real Madrid og gamlar hetjur koma fyrir.
Ástæðan eru fréttir um að Mbappe liggi undir grun um nauðgun í Svíþjóð í síðustu viku. Kappinn hafnar ásökunum en lögreglan skoðar málið.
Mbappe og lögmaður hans hafa boðað það að lögsækja sænska blaðið sem fór fram með þessar fréttir.
Adidas hafði hins vegar ekki áhuga á að láta draga sig inn í þetta mál og var ákveðið að eiga við myndina og taka Mbappe út.
Jude Bellingham miðjumaður Real Madrid hafði ekki fengið veður af þessu og birti óvart gömlu myndina þar sem Mbappe er í fullu fjöri.