fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Fréttir

Innköllun á leikföngum vegna krabbameinsvaldandi efna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tilkynnt um allsherjar innköllun á leikföngum frá RUBBABU þar sem við prófun á vörunum kom í ljós að þau innihalda efni sem geta verið krabbameinsvaldandi. Tilkynningin fer hér á eftir í heild sinni:

Innköllun á leikföngum frá RUBBABU.

Allsherjar innköllun stendur nú yfir á RUBBABU leikföngum sem eru úr mjúku gúmmíi með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Innflutningsaðili varanna er Nordic Games og flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið, en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt ehf., Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga.

Í hverju felst hættan?

Við prófanir eftirlitsaðila kom í ljós að leikföngin innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA,NDEA) sem geta verið krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð. Hægt er að sjá nánar um tilkynninguna á vefsíðu EU – Safety Gate.

Hvað á viðskiptavinur að gera?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað. Viðskiptavinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á margtogmikid@margtogmikid.is eða í
síma 565-4444.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur segir alveg kýrskýrt hverjar skyldur Höllu séu

Össur segir alveg kýrskýrt hverjar skyldur Höllu séu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán heyrði í manninum sem réðst á hann um helgina – „Ætlum við að láta einn mann eyðileggja annars gott kvöld??“

Stefán heyrði í manninum sem réðst á hann um helgina – „Ætlum við að láta einn mann eyðileggja annars gott kvöld??“
Fréttir
Í gær

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur
Fréttir
Í gær

Opinber rannsókn hafin á dauða Dawn Sturgess – Varð fyrir eitrun skömmu á eftir Skripal feðginum

Opinber rannsókn hafin á dauða Dawn Sturgess – Varð fyrir eitrun skömmu á eftir Skripal feðginum