fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hæðast að Trump fyrir neyðarleg mismæli

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump skoraði á kjósendur að mæta á kjörstað til að kjósa þann 5. janúar. Þetta sagði frambjóðandinn á kosningafund í Pennsylvaníu á mánudaginn. Nú hafa netverjar Trump að háði og spotti enda er kjördagur þann 5. nóvember en ekki í janúar.

Líklega hafi dagsetningum slegið saman í huga frambjóðandans og hann verið að hugsa um óeirðirnar þann 6. janúar 2021 og áhlaupið á bandaríska þinghúsið, en þar reyndu stuðningsmenn Trump að fá kjöri, Joe Biden til forseta, hnekkt.

„Hann ruglaði saman dagsetningum uppreisnarinnar sinnar og svo kjördegi,“ skrifaði einn á miðlinum X. Annar tók undir: „Það sést greinilega að 6. janúar er, þessum kúkalabba uppreisnarsegg, ofarlega í huga.“

Andstæðingar Trump hafa eins haft gaman að ruglingnum, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið það fer fyrir brjóstið á Trump og stuðningsfólki hans, að hann sé leiðréttur þegar hann fer með rangfærslur. Þar með ættu allir stuðningsmenn Trump að mæta á kjörstað þann 5. janúar, enda fari frambjóðandinn varla að gangast við lygum eða mismælum nú frekar en fyrri daginn.

„Já Trumpistar, farið og kjósið þann 5. janúar“

Svo voru eins þeir sem velta nú fyrir sér hvort Trump glími við elliglöp, en hann er að nálgast áttrætt.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys