fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hæðast að Trump fyrir neyðarleg mismæli

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump skoraði á kjósendur að mæta á kjörstað til að kjósa þann 5. janúar. Þetta sagði frambjóðandinn á kosningafund í Pennsylvaníu á mánudaginn. Nú hafa netverjar Trump að háði og spotti enda er kjördagur þann 5. nóvember en ekki í janúar.

Líklega hafi dagsetningum slegið saman í huga frambjóðandans og hann verið að hugsa um óeirðirnar þann 6. janúar 2021 og áhlaupið á bandaríska þinghúsið, en þar reyndu stuðningsmenn Trump að fá kjöri, Joe Biden til forseta, hnekkt.

„Hann ruglaði saman dagsetningum uppreisnarinnar sinnar og svo kjördegi,“ skrifaði einn á miðlinum X. Annar tók undir: „Það sést greinilega að 6. janúar er, þessum kúkalabba uppreisnarsegg, ofarlega í huga.“

Andstæðingar Trump hafa eins haft gaman að ruglingnum, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið það fer fyrir brjóstið á Trump og stuðningsfólki hans, að hann sé leiðréttur þegar hann fer með rangfærslur. Þar með ættu allir stuðningsmenn Trump að mæta á kjörstað þann 5. janúar, enda fari frambjóðandinn varla að gangast við lygum eða mismælum nú frekar en fyrri daginn.

„Já Trumpistar, farið og kjósið þann 5. janúar“

Svo voru eins þeir sem velta nú fyrir sér hvort Trump glími við elliglöp, en hann er að nálgast áttrætt.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?