Claudio Echeverri mætir til æfinga hjá Manchester City í janúar ári eftir að félagið gekk frá kaupum á honum.
City ákvað að leyfa 18 ára miðjumanninum að vera áfram í herbúðum River Plate.
Echeverri gæti strax fengið tækifæri í liðinu vegna meiðsla Rodri og vill City því fá hann inn strax.
Echeverri hefur spilað fyrir yngri landslið Argentínu og er mikið efni.
Echeverri er þó sóknarsinnaður miðjumaður og er áfram búist við því að City klófesti varnarsinnaðan miðjumann í janúar.