fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Harmsaga kanadísks ferðamanns á Íslandi: Hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök og hann

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sá líf mitt þjóta hjá því ef bíllinn hefði farið til hægri en ekki vinstri hefði hann farið niður hlíðina. Þá væri ég ekki hér til að vara ykkur við,“ segir kanadískur ferðamaður sem staddur er hér á landi í færslu á Reddit.

Svo virðist sem ferðamaðurinn hafi ekki átt sjö dagana sæla hér á landi því á mánudag birti viðkomandi færslu um það þegar hann missti stjórn á bílaleigubíl sínum og endaði utan vegar.

Atvikið átti sér stað á sunnudag og var viðkomandi á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar. Eins og sönnum túrista sæmir langaði hann að skoða einhverja fallega staði á ferð sinni. Var því niðurstaðan að hann fór Möðrudalsleið  en svo vill til að umræddur vegur er ekki með neina vetrarþjónustu.

Dálítið undarlegt

„Við ókum þennan veg og allt gekk vel til að byrja með. Okkur fannst samt dálítið undarlegt að í kringum okkur voru ekkert nema snjóskaflar. Þetta var undarlegt en svalt. Skyndilega mætti okkur stærðarinnar snjóskafl á veginum sem varð til þess að ég missti stjórn á bílnum og ók út af.“

Viðkomandi segist vera heppinn því ef bíllinn hefði farið út af hinum megin hefði hann að líkindum farið niður bratta hlíðina og þá hefði varla þurft að spyrja að leikslokum.

„Bíllinn okkar var svo fastur í snjónum og ég gat ekki opnað dyrnar til að komast út. Ferðafélagi minn þurfti að klifra út úr bílnum til að kalla eftir aðstoð,“ segir hann.

Lítið samband er á þessum slóðum en maðurinn segist þó hafa náð sambandi við fyrirtæki sem gat útvegað dráttarbíl. Til að dráttarbíllinn gæti farið af stað þurfti hann hins vegar að borga fyrir þjónustuna fyrir fram í gegnum netið. Það tókst ekki vegna lélegs netsambands. „Það tók okkur svo klukkutíma að komast í samband við einhvern sem gat hjálpað okkur og borguðum við viðkomandi fyrir þjónustuna þegar hann kom á vettvang.“

Maðurinn hrósar svo starfsfólki tjaldsvæðis í Möðrudal og þakkar þeim kærlega fyrir að hann hreinlega dó ekki úr kulda. „Sjö tímum síðar vorum við komin til Akureyrar og auðvitað stoppuðum við ekkert á leiðinni eftir þetta.“

Maðurinn segir að lærdómurinn af þessu sé sá að halda sig við Þjóðveg 1 þegar ekið er um Ísland yfir vetrartímann, eða að minnsta kosti vegi sem eru í vetrarþjónustu. Hvetur hann aðra til að gera ekki sömu mistök og hann.

Gómaður af löggunni

Miðað við aðra færslu sem ferðamaðurinn birti á Reddit í gær héldu vandræði hans áfram eftir þetta ævintýri á Möðrudalsleið. Hann var nefnilega tekinn fyrir ofan hraðan akstur í gær þegar bifreið hans mældist á 113 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

„Lögreglumaðurinn sagði okkur að við þyrftum að greiða sektina á staðnum. Hún var upphaflega 80 þúsund krónur en 60 þúsund krónur (600 kanadískir dollarar) með afslætti.

Vildi maðurinn forvitnast um það hvort aðrir ferðamenn hefðu lent í því sama, það er að þurfa að borga sekt fyrir umferðarlagabrot á staðnum í stað þess að fá hana senda í pósti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu