Kristen Farris er skilnaðarlögfræðingur í New York. Hún heldur einnig úti vinsælum TikTok-aðgangi þar sem hún svarar ýmsum spurningum varðandi starfið. Eins og hver sé algengasta ástæðan fyrir rifrildum hjóna.
Í nýju myndbandi afhjúpar hún ómerkilegustu ástæðuna fyrir skilnaði sem hún hefur heyrt um.
„Ómerkilegasta ástæðan fyrir skilnaði – sem ég hef tekið að mér – var þegar eiginmaður fékk ekki bílinn sem hann vildi. Hann var svo reiður út í eiginkonu sína að hann kom til mín og sagðist vilja skilnað. Hann sagði: „Hún vildi ekki leyfa mér að kaupa mjög dýran sportbíl. Þannig ég get ekki verið með henni því henni finnst eins og ég ætti ekki að fá hann.““
Kristen sótti um skilnað fyrir manninn. „Konan gat ekki skilið að þetta hafi verið ástæðan. Hún hélt að þau væru hamingjusöm. Hún sagði: „Við höfðum ekki efni á bílnum sem hann vildi, en honum var alveg sama.“ Honum fannst hann eiga rétt á því sem hann vildi og hún stóð ekki við bakið á honum.“
@nydivorcelawyerkristen „What’s the pettiest divorce you’ve ever seen?“ #divorce #divorced #divorceparty #divorcedlife #divorcedmom #divorcesucks #divorcecoach #divorcedparents #divorceattorney #divorcesupport #divorceparties #divorcehelp #divorcerecovery #DivorceForce #divorcecourt #divorcecommunity #divorcedonedifferently #divorcechaos #divorceproceedings #divorcedmoms #divorcee #divorcecoaching #divorcees #marriage #divorcelawyer #relationships #divorcesurvivor ♬ original sound – Kristen Farris, Esq.